4 research outputs found

    Childifying

    Get PDF
    In the last decades, socio-spatial fragmentation has become a growing problem in the urban environment. This thesis aims to offer knowledge on how a child-centered spatial approach, termed Childifying, can help overcome socio-spatial fragmentation. Childifying is formulated by making a strategy and site-specific design for urban open space transformation in the neighborhood of Southern Friedrichstadt in Berlin. The term Childifying means to make the urban environment more child friendly and less fragmented. Methods used for building knowledge and developing the approach were literature study and site reading. The landscape research method traveling transect was the methodological framework for the site reading and included on site interviews, on site exploration and literature and archive studies. Planning and policy scenarios promoting safer mobility, play, exercise and outdoor education are recommended. The site-specific design scenarios propose connecting the neighborhood schools to inside and outside areas of opportunities that can be temporary classrooms for the children. There, children from different schools meet and get to know each other, making the schools and the community more connected. Scenarios also propose safer routes for children by making car-free and shared streets, implementing a children's boulevard and a web of play and exercise stations. Different types of child-centered events for the neighborhood are also proposed. To Childify Southern Friedrichstadt is a transferable planning and design approach that can be adapted to other urban sites dealing with socio-spatial fragmentation. *childifying means making urban environment more child friendly in the same way as densifying means more dense. And through that less socio-spatial fragmented

    Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi

    No full text
    Urban densification increases the ratio of impermeable surfaces, putting extra pressure on the drainage systems. This, plus more frequent intensive rain events and rising sea levels, due to global warming, may cause additional pressure and increase the risk of flooding in urban areas in the future. Sustainable Drainage Solutions (SuDS) is a natural approach to managing surface water, slowing down the surface water flow and allowing natural processes to break down pollutants. SuDS has been implemented into one neighbourhood in Iceland, Urriðarholt and the Icelandic Planning Act and National Planning Strategy have set the base for the implementation of SuDS. Iceland, however, still lacks a comprehensive strategy to obtain the benefits of SuDS. The purpose of this study is to identify key factors for a successful implementation of SuDS in Iceland. National and local experiences from Sweden and England are reviewed, as both countries have substantial experience in the implementation of SuDS and projected onto the Icelandic environment. Feedback on key ideas and data has been sought from selected local stakeholders with formal interviews as well as informal communications. The study concludes that the key factors which need to be in place to successfully implement SuDS are the following: firstly, regulatory and policy framework for SuDS are needed to ensure a successful SuDS implementation. Secondly, SuDS needs to be incorporated throughout the municipal planning process from Municipal Planning to Site planning stages. Thirdly collaboration, roles and responsibilities must be clear and identified throughout the life cycle, from strategy planning and design, to construction, operation and maintenance. Fourthly, site specific meteorological, hydrological and geological data needs to be available and be strengthened in the following decade. Finally, general knowledge about SuDS amongst the key stakeholders in Iceland needs to be improved to promote SuDS.Aukin þétting byggðar eykur hlutfalls ógegndræps yfirborðs. Við þetta eykst ofanvatn og álag á frárennsliskerfi. Í framtíðinni má búast við tíðari og ákafari rigningarskúrum og hækkandi yfirborði sjávar, vegna hlýnunar jarðar. Þetta eykur enn á álag frárennsliskerfa og líkurnar á vatnsflóðum í þéttbýli. Blágrænar ofanvatnslausnir (e. SuDS) er vistvæn leið til að meðhöndla ofanvatn með því að hægja á vatnsflauminum á sama tíma og brjóta náttúrulega niður mengunarefni í vatninu. Blágrænar ofanvatnslausnir hafa verið innleiddar í eitt hverfi á Íslandi, Urriðarholt, og landsskipulagsstefna hefur sett línurnar um innleiðingu blágrænna ofanvantslausna. Hér skortir hinsvegar heildræna stefnu til þess að nýta sér ávinninga blágrænna ofanvatnslausna. Tilgangur rannsóknarinnar er að bera kennsl á lykilþætti árangursríkrar innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi. Reynsla frá Svíþjóð og Englandi var skoðuð og hún yfirfærð yfir á íslenskt samfélag en bæði löndin hafa innleitt blágrænar ofanvatnslausnir á árangursríkan hátt. Endurgjöf á lykilhugmyndir og gögn var fengin frá völdum hagsmunaaðilum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir lykilþættir sem eru nauðsynlegir fyrir árangursríka innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi þarf að útbúa lög og reglugerðir sem tryggja árangursríka innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Í öðru lagi þurfa blágrænum ofanvatnslausnum að vera hluti af öllu skipulagsferlinu, frá upphafi aðalskipulags til deiliskipulaga. Í þriðja lagi verða samvinna, hlutverk og ábyrgð að vera vel skilgreind í gegnum allt lífsferli blágrænna ofanvatnslausna, frá stefnumótun, til skipulags, hönnunar, framkvæmdar, reksturs og viðhalds. Að lokum þarf að styrkja almenna þekkingu hagsmunaaðila blágrænna ofanvatnslausna á viðfangsefninu til að stuðla að frekari innleiðingu þeirra

    Það besta sem þú eyðir í barnið þitt er tími: upplifun foreldra sem eignast barn sem þarfnast innlagnar á nýburagjörgæslu

    No full text
    Tilgangur þessarar ritgerðar er að fá innsýn í upplifun foreldra sem eignast barn sem er mikið veikt eða fæðist fyrir tímann og þarf að leggjast inn á nýburagjörgæsludeild. Farið verður yfir hvernig fósturþroskinn er í stuttu máli og hver helstu vandamál nýbura eru við fæðingu. Fjallað er um gjörgæsludeildina og það umhverfi sem foreldrar standa frammi fyrir þegar barnið þeirra leggst þar inn, ásamt helsta tækjabúnaði sem er lífsnauðsynlegur nýburanum. Farið verður ítarlega í upplifun foreldrana og þær áhyggjur sem upp kunna að koma þegar þau eignast barn sem þarf að leggjast inn á nýburagjörgæslu. Fjallað verður um tilfinningar foreldra og tengslamyndun þeirra við nýburann sem og samband þeirra hvort við annað. Farið verður í áhrifin sem þessi upplifun getur haft á fjölskylduna. Stuttlega verður fjallað um áhrifin sem eldri systkini verða fyrir. Sorg og sorgarviðbrögð þegar foreldrar komast að því að barnið þeirra er mikið veikt eða jafnvel dauðvona og hvernig þau taka á því ferli og reyna að lifa með því. Hvernig má hjálpa foreldrum að takast á við veikindi barns síns og hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga sem og annarra starfsmanna innan sjúkrahússins. Farið verður í viðhorf hjúkrunarfæðinga sem vinna á nýburagjörgæslu og hvað þeir geta gert til að auðvelda foreldrum að umgangast barnið sitt og tengjast því betur. Loks er svo farið yfir undirbúning fyrir heimferð barns og hvernig hægt er að búa foreldrana undir það hlutverk að annast barnið heima fyrir. Að lokum kemur síðan umræðukafli þar sem skoðun höfunda kemur fram og hvað betur megi fara. Má þar nefna meiri aðstoð við hjúkrunarfræðinga til að létta á þeirra tilfinningum. Einnig vantar meiri fræðslu til hjúkrunarfræðinga um samskipti við foreldrana sem og að læra að skilja viðhorf þeirra. Lykilhugtök: Nýburagjörgæsla, tilfinningar foreldra, upplifun feðra, upplifun mæðra sorg og sorgarviðbrög

    Glöggt er gests augað : aðgengi að heilsugæslustöðvum í sveitarfélaginu Norðurþingi

    No full text
    Verkefnið er lokað til júlí 2009Tilgangur rannsóknarverkefnisins var að kanna efnislegt aðgengi að heilsugæslustöðvum í sveitarfélaginu Norðurþingi. Heilsugæslustöðvarnar voru þrjár talsins, staðsettar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Notuð var blönduð raðbundin rannsóknaraðferð og rannsóknarsniðið var tilviksathugun. Annars vegar var upplýsinga aflað með megindlegum athugunum samkvæmt úttektarlyklinum Aðgengi fatlaðra og þær niðurstöður bornar saman við byggingarreglugerð og staðla þessa málaflokks. Hins vegar voru gerðar eigindlegar úttektir þar sem tveir þátttakendur voru með í för. Annar þátttakandinn var sjónskertur og með skerta hreyfigetu sökum aldurs en hinn þátttakandinn var notandi hjólastóls. Gerðar voru þátttökuathuganir og hálfbundin viðtöl tekin í lok þeirra. Niðurstöður sýndu fram á gott aðgengi að mörgu leyti að heilsugæslustöðvunum en ýmislegt mátti þó betur fara. Þær hindranir sem komu fram í megindlegu niðurstöðunum voru til dæmis skortur á bílastæðum fyrir hreyfihamlaðra, háir þröskuldar og hár búnaður. Eigindlegar niðurstöður sýndu einnig fram á hindranir eins og þungar hurðir, þröng rými og vöntun á merkingum. Blönduð rannsóknaraðferð styrkti niðurstöður þar sem eigindlegi hlutinn dýpkaði þann megindlega. Þegar megindlegar og eigindlegar niðurstöður voru bornar saman kom í ljós misræmi og ólíkar áherslur hvað varðar þau atriði sem þyrfti að lagfæra. Niðurstöður gáfu til kynna mikilvægi þess að alhliða hönnun sé höfð að leiðarljósi í slíkum byggingum. Það væri liður í að gera þjónustu heilsugæslustöðva aðgengilega öllum. Lykilhugtök: Fötlun, alhliða hönnun, þátttaka, þjónusta heilsugæslustöðva og efnislegt aðgengi
    corecore